Monday, September 19, 2005
Frosid Flipp
"Some people never go crazy. What truly horrible lives they must live."
-Charles Bukowski
Klukkan er 6:30, vekjaraklukkan hringir sýnu leidinlega digital píp píp... og svo hradar og hradar. Ég vakna og hugsa "jæja en einn mánudagurinn" en er ekki lengi ad ná áttum eftir lítinn svefn thví uppí Universitetsparken inn í herbergi Ø211 fer fram verklegæfing eftir einn og hálfan tíma og thar verd ég ad vera mættur. Ligg upp í rúmi og chilla adeins, fer yfir lidinna helgi í huganum og hristi hausinn. Of mikil keyrsla og ég er eftir mig eftir thessa helgi. Ég skelli mér í gallabuxur og hettupeysu og bomba mér út eftir eina braudsneid med spæjó, minimjólk og vítamín. Nidri í andyri á Øresundsskrímslinu eru fáir á ferd, ein sæt stelpa geyspar og gufumyndun á sér stad vegna rakans, thad er ad koma haust. Á leidinni fatta ég hversu threyttur ég er en rifja svo upp hvad kaffid sagdi vid mjólkina "thú getur sofid thegar thú ert daudur" Ég hjóla hægt, nenni ekki ad svitna er líka mjøg tímanlega, djøfull ef thetta væri ekki verkelgur tími gæti ég ditchad hann farid og leigt video og thambad kakó og bordad ristabraud eins og menn gerdu á Hjallaveginum back in the days thegar MS var med pakkatilbod á punktum. Ég hjóla fram hjá appelbúdinni og skoda auglýsingu med nýja iPodinn, iPod Nano, skil thad nafn ekki alveg nano er notad fyrir hluti sem sjást ekki nema í rafmagnssmásjá og er nanómeter 0,000000001 centimeter. Hann er lítill og nettur en svona nettur er hann ekki. Feit kona um fertugt tekur fram úr mér hjá nørrport og ég gef adeins í thví thad er eitthvad sem fær mann til ad halda ad thad sé eithvad kapp í gangi á hverjum morgni hver komist fyrstur í vinu eda skóla. Ég næ henni á næstu ljósum og tek fram úr henni, veit ekk hver hún hélt hún væri ad taka fram úr mér. Vinylpløtubúdin route 66 er á leid minni og í glugganum er plata med Anthony and the johnsons sem spila einmitt hér 12.nóv, væri gaman ad eiga hana á vínyl en ég á engan pløtuspilara. Ég er mættur alltof snemma í skólann er búinn ad vera vakandi í 1 og hálfantíma, er ekki threyttur lengur " all is good" eins og einhver myndi segja. Ég átta mig á thví ad hver dagur er barátta og ad hver sekúnda er keppni, you win some you loose some, thad er bara mikilvægt ad gefa sig allan fram og oft eru hinar erfidustu baráttur einstaklingsins hádar á mánudagsmorgnum. Gott ad ég vann í dag, nú er bara ad fá sér einn sjódheitan og rjúkandi kaffebolla.
posted by Ha?, 11:57 AM
2 Comments:
er það satt sem maður heyrir á götum 107 að kapparnir í köben eru að rústa verklegri kennslunni?
commented by Anonymous, 1:10 PM
Thad ku vera heilagur sannleikur!