Ha?

Sunday, November 13, 2005

........



Úfff tíminn flýgur, og ég get engan veginn greint núið niður. Verða bíða með það þangað til seinna. Langar mest til að kaupa mér lopapeysu sem er alltofstór og alltofstóran trefil og svo væri ég til í að vera með arin og lesa einhverja góða bók og drekka heitt súkkulaði.
Tom Waits er í græjunum og ég get ekki beðið eftir því að fá diskana sem mig vantar frá musikbibliotekinu þá á ég allt safnið. Þetta er akkúrat tímabil Waits núna. Haustvedur og Dimmt og menn að tala um whiský. Ég er með rakvélablað í hálsinum og það er erfitt að kynjga sökum þess. Ég ræddi við lækninn minn hann Dr. drinkalot og hann skrifaði uppá fyrir mig Kebab með extra Chilli. Ég ætla að fara í þessi mál.
posted by Ha?, 5:17 PM

8 Comments:

Já tíminn flýgur segirðu og hver getur svo sem rengt það? Hvað ætti sú manneskja að segja? "nei það er ekki rétt, sjáðu klukkuna". Tíminn er okkur mikilvægur og reyndar svo mikilvægur að það er ekki til leiðinlegt fólk. Fólk er ekki leiðinlegt í sjálfu sér heldur er það leiðinlegt vegna þess að það stelur tíma okkar. Þessu hefur verið haldið fram. En kannski stelur það tímanum vegna þess að það er leiðinlegt. Þetta er nátengt.
commented by Anonymous Anonymous, 8:43 PM  
Ég las það í Sögu tímans að ljósið væri bæði bylgjuhreyfingar og ljósagnir. Og ef það er hið síðarnefnda þá hefur þyngdaraflið áhrif á það. Þess vegna kemst ekkert ljós frá svartholi. Þyngdarmassi þess er svo gríðarlegur að það sem einu sinni lendir þar verður að engu og ekkert kemst þaðan - ekki einu sinni ljósið og þess vegna svarthol. Þett finnst mér ekkert sérstaklega merkilegt, en mér finnst hins vegar merkilagt að það er margt fólk sem er eins og svarthol.
commented by Anonymous Anonymous, 8:49 PM  
Margt fólk er svo stíft, margt fólk hefur svo íþyngjandi nærveru, margt fólk stólar á klisjur, margt fólk hefur stíflandi áhrif, margt fólk hefur gríðarlegan þyngdarmassa með þeim afleiðingu að ekkert ljós kemst frá þeim og þess vegna er margt fólk svarthol og í þeim vill maður ekki lenda.
En Woody Allen hann er sko ekki svarthol, nema jú kannski á jákvæðan hátt því að um leið og maður kynnir sér hann þá á maður í raun ekki afturkvæmt.
commented by Anonymous Anonymous, 9:00 PM  
Jákvætt og neikvætt svarthol, það er það sem ég vildi sagt hafa.
commented by Anonymous Anonymous, 9:01 PM  
Eitt svarthol sem ég lenti í um daginn var bókin Lunar Park. Hún sogar mann í sig og skyrpir manni svo að vísu út, en það gera svarthol samt ekki, en tíminn flaug meðan ég las hana. Hún var góð, ekkert frábær. Nema jú hún frábær í að soga mann og fá mann til að leggja allt annað niður. Ég vil að fólk lesi hana og segi mér hvort það lendi í svartholi? kanski þú gætir gert það, A.F.O.?
commented by Anonymous Anonymous, 10:12 PM  
Hjalli, Ég veit að þú ert Kára Stefánsson-fan.

Hér er eitt sem þú verður að skoða.

Kári Stef í bullinu...
http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4270020/3
commented by Anonymous Anonymous, 11:38 PM  
hann er alveg klikkadur. heyrduru hvad hann segir thegar hann labbar burt. thetta mistókst algjörlega.
commented by Blogger Ha?, 5:25 PM  
Svarthol aka Hjallhol gefa heldur ekki boltan!!
commented by Anonymous Anonymous, 10:09 PM  

Add a comment