Ha?

Tuesday, November 08, 2005

Friheden st.


Klukkan er 16;00 og strætisvagninn er seinn, það er vitaskuld kalt en honum er alveg sama kuldi er jú bara hugarástand, segir hann við sjálfan sig. Ferðinni er heitið á endastöð vagns nr. 18, Friheden station, (Frelsið Station). En þessi drengur er einmitt að reyna að hafa frelsið sína endastöð en ólíkt endastöð strætisvagnsins er þessi endastöð aðeins til í huganum og sumir komast aldrei þangað ekki einu sinni með strætó. Í vagninum eru margir eins og venjulega á þessum tíma dags og erfitt að fá sæti og þurfa þess vegna margir að standa. Þrátt fyrir þessa staðreynd eru margir sem setjast í ytra sætið og loka þannig aðgengi að innra sætinu sem oft er þá autt þó að vagninn sé troðinn. " mér finnst eins og að gamla fólkið haldi að það sé búið að vinna sér það inn með fjölda ferða með vagninum, að það ,megi taka tvö sæti" segir drengurinn við mig og er pirraður tónn í rödd hans.
"Frelsið" segir hann,"er asnalegt því það vita allir hvað það er en samt enginn". Hvað meinaru? spyr ég. "Það halda allir að þeir viti hvað það er, þú veist frjáls eins og fuglinn. En samt hafa allir mismunandi skoðun á því. Til dæmis er það fyrir sumum frelsi að geta farið að sofa þegar þeir vilja og borða eins mikið nammi og þeir vilja, til dæmis krökum eins og mér, og svo finnst sumum þeir ekki frjálsir nema að við leggjum niður alla stjórn, til dæmis anarkistar." Er það nú alveg rétt, spyr ég."Já það er rétt" segir hann og hristir hausinn eins og að honum finnist hann vera að ræða við jafnaldra sinn. En hann er örugglega 15 árum yngri held ég, en að vísu er orðið erfiðara með hverju árinu að finna á sér hvað fólk er gamalt. Hann heldur áfram " Rónanum finnst það frelsi að detta í það, flestir eru sammála. Dópistanum finnst hann frjáls í vímunni en okkur finnst hann eins ófrjáls og hægt er að vera, því hann er þræll fíkninnar". Bíddu, segi ég. "Hver erum við?" Æi þú veist það alveg, þú,ég og allir hinir. "En ert þú þá frjáls spyr ég?" Ég , nei en ég er á leiðinni þangað, tekur bara smá tíma"
Hvernig getur farið þangað ef þetta er bara eitthvað orð sem enginn skilur? Ég get farið þangað með Huganum, svarar hann. "Tekur það tíma spyr ég? ertu ekki í huganum þínum? (ég held ég sé fyndinn)" Hann svarar án þess að hugsa sig um "Það eru svo margir aðrir hlutir þar líka ásamt stöðum og fólki, skoðunum þeirra og minningum og vangaveltum sem hlekkja þig niður og hafa áhrif á þig á mismikinn hátt. Og Já það tekur tíma það tekur miklu lengri tíma en þú heldur. En það má segja að þessi strætóferð okkar saman hafi verið einhver byrjun.
posted by Ha?, 6:30 PM

2 Comments:

Hjartans vinir mínir í útlöndum. Nálgist nýjasta stúdentablaðið á www.student.is

lifi byltingin!

Verður einhver í London dagana 17-23. nóv?
commented by Anonymous Anonymous, 7:33 PM  
Aldrei ad vita, thakka thér fyrir the info Magnús. Sjáumst fljótlega.
commented by Anonymous Anonymous, 8:46 AM  

Add a comment