Thursday, November 10, 2005
Morgunstund gefur Gull í mund...... eða var það munn?
OOOOOaaaaaahhhhhh..... ég er vaknaður. Það er nýr dagur öskra ég fram af svölunum. Vek jóa sem á það til að sofa alltof mikið, ég gef honum vítamín og segi honum söguna af sjúklingnum Helga Magg back in the days á Rauðalæknum. Í gær var partý tveim hæðum fyrir neðan mig í húsinu, mikil læti og fjör. Ég lá upp í rúmmi að lesa klikkunina Glamorama efti B.E.Ellis. Þetta truflaði mig í fyrstu en svo hugsaði ég að eina ástæðan fyrir því væri að ég vildi sjálfur helst vera þarna niðri með þeim. Þau vor að spila spænska tónlist og ég er viss um að suður ameríska stelpan sem brosir svo fallega alltaf í liftunni var þarna að dansa og syngja. Allavega heyrði ég ekkert í nágranna mínum Konstantine þegar ég labbaði inn í herbergið mitt fyrr um kvöldið að ég er viss um að hann var þarna, hress eins og venjulega.
Ég var eftir smá umhugsun mjög ánægður með þetta partýstand hjá þeim, fór út á svalir skannaði þetta, sá að fólk var að reykja út á á svölum. Það leit upp og sagði við mig(eða ég held að þau hafi sagt það) "hey man are we do loud" ég sagði að vörmu spori. "Hell no man, next time just invite me",
"Just come down now"
En ég varð ekki við þeirri beiðni. Engu að síðu gaman að fatta það að ég er seinasti maðurinn í blokkinni til að kvarta undan partýum nema þá að ég kvarti yfir því að hafa ekki verið boðið.
Don let me down syngja Bítlarnir og ég reyni að þóknast þeim, því hver vill það. En í morgunmat var ég að klára KAffibolla og möndlutertu. Ég hef ákveðið að gera fimmtudaga að tertu morgunmatsdögum. Það er gott, hugsa ég og rifja upp að uppáhalds afþreying nafna míns HUgasonar sé einmitt að lesa góða bók og fá sér góða tertu með. Ég held nefnilega að nútíma samfélag sé alltof lítið að fá sér tertur eða kökur. Langt síðan mér hefur til dæmis verið boðið í kaffi og kökur og fengið alvöru kökur, fyrir utan afmæli. Tertur og kökur eru ókönnuðu lönd í mínum vinahóp að ég held og mun ég sökkva mér í þessi mál á næstu dögum. Mun gera þetta að top priority. Verð samt að fara í gymmið á hverjum degi ef þetta hobbý á að verða að veruleika. Ég veit um einn mann sem er vel að sér í kökum og það er Guðbrandur Kaupmaður. Sá kann að meta svoleiðis bakkelsi og man ég að hann talaði vel um Nettó kökuna og meistaraverkið sem kostar að ég held 5 kr danskar "JAmaica Kage". Skólinn að byrja og Organrelateret Farmakologi lætur ekki bíða eftir sér... æi ég næ að kíkja á NBA aðeins eða eins og Óskar kallar það Pólítík. Ég sé að Miami eru ennþá mitt lið, JAzzarar verða góðir. Þeir neita að hætta sínu "at least 3 white guys on the floor policy" og finnst mér það sniðugt. Því Utah JAzz er eins og míní útgáfa af Affirmitive action í bandaríkjunm þar sem stefnan er að ef tveir menn eru jafn hæfir og annar er svartur þá á hann að fá vinnuna. Nema bara að þeir gera þetta við Hvítamanninn sem augljóslega á undir högg að sækja í NBA deildinni.
ókei verð að fara.... Love Y-alll
posted by Ha?, 8:49 AM
8 Comments:
commented by Anonymous, 2:47 PM
hugason er ad leggja kokur undir fot og aetlar ad smaka bakkelsi i barcelona um helgina...
commented by 2:57 PM
,
Ég held að varast beri að vanmeta pönnukökubakstur minn, sem er enhver sú þjóðlegasta iðja sem ég stunda af einhverri alvöru. Og þá rifja ég enn einu sinni upp það sem Halldór Laxness skrifaði í Alþýðubókina, sem er sú bók sem ég hef vitnað í mest af þeim sem ég hef aldrei lesið. En það er, að "íslenskar pönnukökur með strásykri, en hvorki sultu né rjóma, er hátindurinn á matargerð íslenskri." Vil ég enduruppvekja sunnudaga sem pönnsudaga í Kaupen og bjóða Hjalta, Jóa, Suður amerísku stelpunni og Heiðari í pönnsur á sunnudaginn klukkan þrjú.
Með hvorki sultu né rjóma.
Óskar
Með hvorki sultu né rjóma.
Óskar
commented by 9:00 PM
,
Ég á vin sem sunnudaga hátíðlega með því að graðga í sig gúrkuhlaupi
commented by 9:25 PM
,
helvítis gúrkuhlaups viðbjóðurinn....en mér líst rosalega vel á tertu morgunmat á fimmtudögum, er að spa i svipaðri iðju.
Ætli Mappinn sé byrjaður að baka fyrir komu Hjalla huga í barcelona?
Ætli Mappinn sé byrjaður að baka fyrir komu Hjalla huga í barcelona?
Gúrkuhlaupsdrenngurinn hefur látið fara hægt um sig að undanförnu, hvað varð um þennan unga mann. Ég fagna öllum þeim tertu,köku og jahá Pönnukökuboðum. Ég mun mæta óskar og spurning með suður amerísku stelpuna. Mappinn verður að bjóða hjalla huga í akvöru saltfisk. Ægisson getum við talað um eitthvað í kringum 14.des?
commented by 7:55 AM
,
Ruth bakar örugglega Beib Ruth kage fyrir þig þegar þú kemur á klakann;)
Og farðu nú að krækja í þessa spænsku og bjóddu henni með þér heim um jólin, henni verður tekið fagnandi af Lilly litlu og örugglega Rutlunni líka, verður pottþétt tekin í stólinn;)
Annars er Ruth í Baltemore að kaupa kaupa kaupa kaupa kaupa, erum soldið því!
Og farðu nú að krækja í þessa spænsku og bjóddu henni með þér heim um jólin, henni verður tekið fagnandi af Lilly litlu og örugglega Rutlunni líka, verður pottþétt tekin í stólinn;)
Annars er Ruth í Baltemore að kaupa kaupa kaupa kaupa kaupa, erum soldið því!
Hvað segja menn um jólahlaðborð á einhverjum góðum stað? Er það ekki aðalatriðið?
Hjúlíus þú ert maður, spurning um að hóa saman einhverju liði.
Höddi á laugarásvídeo var eitthvað að spyrja mig útí þetta og sagðist vera Game.
Í leiðinni sýndi hann mér note-lista
sem hann var búinn að gera readý fyrir mögulegar spurningar, innskot og hugmyndir að handritum þegar hann myndi hitta Quentin, eins og hann kallaði hetju sína, í eftirpartý eftir heimsfrumsýningu á Hostel á laugardagskvöld.
Logo to the Ono
Hjúlíus þú ert maður, spurning um að hóa saman einhverju liði.
Höddi á laugarásvídeo var eitthvað að spyrja mig útí þetta og sagðist vera Game.
Í leiðinni sýndi hann mér note-lista
sem hann var búinn að gera readý fyrir mögulegar spurningar, innskot og hugmyndir að handritum þegar hann myndi hitta Quentin, eins og hann kallaði hetju sína, í eftirpartý eftir heimsfrumsýningu á Hostel á laugardagskvöld.
Logo to the Ono
commented by 1:00 AM
,
Ægisson