Ha?

Tuesday, January 31, 2006

Duglegur!!

Gott er að vera í sundi í langan tíma. Einstaklega hressandi jafnt sem sljóvgandi. Ég er búinn að jafna mig eftir erfiða og vafasam helgi sem fer í minnisbankann, vafasöm fortíð. Nei nei.... ekki alveg. Það var komið saman og fagnað BA skilum hjá Gumma B á föstudag og á Laugardag var eitthvað Lyfjafræði tengt RUGL..... Ég fór í timburmanagallanum á leikhús að sjá Voycheck (veit ekki hvernig það er skirfað) á sunnudag og á Askinn að borða. Algjör 5 stjörnu helgi með 5 stjörnu mánnudags þreytu sem var tortrýmt með nokkrum bollum á segafredo og áðurnefndri sundferð. Dagurinn er farinn að lengjast og þykir mér gaman hvernig ég náði að klippa janúar burt því nú er allt í einu kominn feb og árið þýtur af stað, fyrr en varir verður maður mættur aftur í hið svo margbrotna stúdentalíf í útlöndum, baráttan í skólanum er hörð, planið fyrir þessa önn er að vera duglegur á öllum sviðum. Já duglegur skal það vera. Í skólanum sem og á öðrum sviðum. Vil að fólk geti sagt já hann Hjalti hann var nú duglegur þarna.
posted by Ha?, 11:39 AM

4 Comments:

hey Curado!!! hvenar kemuru heim til mullanns???
commented by Anonymous Anonymous, 4:42 PM  
sunnudaginn
commented by Blogger Ha?, 4:46 PM  
Hey Curado, þú verður að halda áfram að skrifa um hversu leiðinlegur þér finnst handboltinn. Það virðist hafa jákvæð áhrif á gengi landsliðsins á EM.

kv. Dúrrits , með ýktum rússneskum hreim.
commented by Anonymous Anonymous, 11:36 AM  
það er bölvuð lygi að hjallah finnist handbolti leiðinleg íþrótt...veit ekki betur en handboltinn hafi verið hans fyrsta ást þegar hann og mappi mættu á valsæfingar reglulega. Síðan þá hefur hann stutt Valsarana af fullum krafti, talar um valda gríms og geir sveins sem sín helstu átrúnaðargoð.
Tala nú ekki um stóra magga

helguera
commented by Anonymous Anonymous, 7:01 PM  

Add a comment