Ha?

Thursday, January 26, 2006

Þ og Ð

Það er gott að vakna og hafa ekkert sem þú "þarft" að gera, heldur velja athafnir eftir þinni lystisemi. Ég er að grúska í bókum,kaffibollum, heitum pottum og músík. Handboltinn að byrja og ég nenni ekki að pirra mig á því hvað þetta er hrikalega óspennandi íþrótt. Það er frekar slappt að ég sé að skrifa þetta hérna. Grámyglulegt er veðrið fyrir utan en inni er það spennandi, ferskt og ilmar af nýhreinsuðum salernum. Stemmningin bragðast eins og vatnsmelónur í þynnku á heitri sólarströnd. Helgin framundan og ég ætla að vera í leigubílum út um allt á veitingahúsum, sundhúsum og ölkelduhúsum. En glansmyndir fortíðar teikna upp glansmyndir væntinganna sem oft mygla og molna í raunveruleikanum þegar á hólminn er komið. Reyni að halda þessu á núllpunkti og taka stormasömu veðri jant og sólskinsdögum eins og klettar gera. Hefur engin áhrif á þá.
posted by Ha?, 4:12 PM

0 Comments:

Add a comment