Ha?

Friday, February 24, 2006

..að dansa það


Ferskt loftið tekur á móti manni þaegar maður labbar út á götu og Fashanavegurinn iðar af mannlífi. Tilfinningin er eins og á vorin þegar maður kemur út eldsnemma morguns en það er samt bjart og maður er áttar sig á því að sumarið sé að koma. En það er ekkert sumar hér í Kaupmannahöfn, nei alls ekki. Og það lítur ekkert út fyrir að það sé að fara að gerast á næstunni. Samt er ferskleikinn í fyrsta flokki einhvern veginn. Jú sjáðu til þetta er spurning um að "dansa þetta aðeins". Hvað sem maður er að gera. Taka smá annan vinkil á hina daglegu hversdaglsegu hluti og gera það sem þú gerir hvort sem það er pizzasendill hjá Dominos, Uppvaskari hjá flugumferðarstjórn, Námsmaður, Bankamannkall, Flamingo dansari, Kúbverskur klæðskiptingur eða jafnvel Lögfræðingur og dansa það aðeins. Ég er að sjálfsögðu ekki að tala um að dansa í merkingunni dansa samba eða rúmba. Nei heldur ná að mastera eða flippa aðeins og toppa það sem þú ert að gera. Horfa á fiskana í fiskabúrinu með hausinn oní vatninu. Faunkið verður ekki stöðvað eins og góður maður sagði einu sinni, eða var það skáldið? Það kraumar undir niðri og þarf að komast út.
Inni á Kaffe Kopka er stemmning róleg og góð. Ungar þjónustustúlkur með framtíðardrauma um frama, eiginmenn og lottóvinninga eru annars hugar. Þær vita að í dag er föstudagur og vinnandi fólk þekkir föstudagsfílinginn. Ég hinn íslenski stúdent langt frá heimaslóðum í litlu og umdeildu stórbroginni Köbenhavn sötra kaffi og fer yfir heimsmálin, fjármálin, skólamálin og persónulegumálin.

Hef það fínt gamli vin þú sem ert að lesa, allt í sómanum, enn þú? get ekki kvartað, maður getur jú alltaf gert betur og við stefnum öll á toppin en svona í augnablikinu er ég góður. Það getur allt hrunið á einni stundu og það er nauðsynlegt að átta sig á því. Taka sig ekki of alvarlegan en samt alvarlegan. Vita allir að trúðarnir gráta. En þessi færsla átti ekki að vera einhver sólheima lífsspeki færsla. Vildi reyna að koma skapi mínu í orð. Ef það er hægt. Því það er auðvelt að segja... ég er í góðu skapi eða ég er í vondu skapi, en erfiðara að lýsa því nánar.
Ég ætla að eyða þessum föstudegi í sundi og miðbæjar kaffihúsa, búða kúltúr labbi. Kanski kaupa hljómplötu. Hljómar vel.
Vil taka fram að þrátt fyrir að ég sé mjög asnalegur á þessari mynd og að ég sé að birta hana hér. Þá tek ég sjálfan mig mjög alvarlega. Ég er bestur! Áfram Hjalli!

Að lokum vil ég koma því á framfæri að Prince er að dansa þetta þessa dagana með nýja laginu Black Sweat og er tilvalið lag til þessa að starta helginni.
posted by Ha?, 10:13 AM

10 Comments:

Sæll drengur!
Taka menn upp tátiljur og mæta í parken á morgun?
Kárr Kbh
commented by Anonymous Anonymous, 7:37 PM  
Áfram Hjalti, áfram Hjalti, áfram Hjalti!!
commented by Anonymous Anonymous, 11:49 PM  
Blessadur Kári, nei ég verd ekki mættur í parken en aldrie ad vita hvar madur verdur á ferd, vertu i bandi eg er ekki med numerid thitt.
commented by Anonymous Anonymous, 11:10 AM  
óle óle óle óle Hjalti Hjalti
óle óle óle óle Hjalti Hjalti
óle óle óle óle Hjalti Hjalti
óle óle óle óle Hjalti Hjalti
commented by Anonymous Anonymous, 1:59 PM  
ég mæli með leif garreth "I was made for dancing"...sá maður er að dansa
commented by Blogger skallinn, 12:17 AM  
Þú og dansfélagi þinn eruð báðir með slaufur og litasamsetning ykkar rímar skemmtilega. Það er gott
commented by Blogger Grétar, 3:56 PM  
jæja grétar hvenær hittir madur kallin?
commented by Anonymous Anonymous, 8:31 PM  
Hjallallallala ævintýri en gerast!
Ég er ánægður með myndina af okkur félagi. Mig minnir að uppáhalds lagið okkar "Can´t Hurry Love" var í gangi þarna. Mér sýnist á myndinni að vinkona okkar frá USA sé að gera sig tilbúna á svölunum fyrir ofan þig.
commented by Anonymous Anonymous, 12:13 AM  
já svei mér thá ef thad er ekki rétt hjá thér Árni
commented by Anonymous Anonymous, 10:25 AM  
Jááááá insjallahjalla

Stóra Kastið
commented by Anonymous Anonymous, 12:43 PM  

Add a comment