Ha?

Wednesday, February 01, 2006

Ég bíð eftir dögum.

HEf oft heyrt talað um að það sé best að lifa hvern dag eins og hann væri sá síðasti. Ég veit vel að þá er verið að meina að njóta hverrar stundar. Það væri samt fyndið ef allir myndu lifa eftir þessu þá myndu nú ekki margir mæta í vinnu ?

Hversdagsleiki er leiðinlegur og öllum leiðist. Leiðist þangað til að þeim leiðist að leiðast. Leiðast út í vitleysu og því fylgja tilheyrandi leiðindi. Mögulegar leiðir verða færri og fljótt leiðir allt undir lok. Vitleysan er af mörgum toga og togar í allskyns fólk. Lausn við grámyglunni er að gera úr henni listaverk. Gerast nógu svartsýnn og ömurlegur og leiðinlegur, við allt og alla. Æla yfir fólk, orðum, svipbrigðum og grettum, þangað til að það er orðið leiðinlegt að leiðast og pirrast yfir fávitum og fíflum. Reynum það á meðan við bíðum eftir fleiri dögum.

Ímyndaður atburður
Gult timburhús með rauðum veggjum. Inni í eldhúsi er verið að borða bjúgu með uppstúf. Þegar gaffli er stungið í bjúgað springur sjóðheit fitan fljótandi út og skvettist á spikfeitafólkið sem veinar og grenjar en heldur áfram að borða. Borðar svo það finni ekki fyrir sársuakanum og borðar án þess að sjá eitt né neitt því fitan hefur brennt augun og augnlokin á þeim. Gaffallinn lendir á disknum og stingur í postulínið sem er gult og brúnt með grænum blómum . Allur matur búinn og fitubollurnar stinga gafllinum í vömbina á hvort öðru. Meiri fita gossast út eins og gosbrunnur og brennir fólkið enn meira en það heldur áfram að stinga með gafflinum og kjamsar á blóðugri og seigri mannsfitunni og fær á endanum klíju og ælir yfir hvort annað og sofnar.
posted by Ha?, 7:56 PM

0 Comments:

Add a comment