Ha?

Monday, February 06, 2006

Ástandið

Ég veit ekki hvad gerdist en ad einhverjum ástædum hefur seinasta pósti verid eytt út og hef ég ekki hugmynd afhverju. En Björn Bjarnason hefur verið nefndur sem grunaður í þessu máli, þótt að vissulega sé möguleiki á að ríkisstjórn Kína og netsíjur og ritskoðaðarar séu farnir að lesa Ha?ið. Ekkert hér samt sem Kína menn gætu verið ósáttir við að mér vitandi. Nú annars kveikja þeir þá bara í íslenskum sendiráðum og koma þannig skoðunum sínum á framfæri. Því allt sem ég segi skrifa og teikna hlýtur að endurspegla skoðanir þjóðarinnar. Þegar þjóð verður óð þá er gott að vara sig. Hér er einhvern veginn allt í smá óvanalegu ástandi. Snjórinn gerir fólki erfitt fyrir og lestar og strætóar ganga mjög skringilega. T.d. komu fjórir 2A strætóar í röð í dag svona eins og þeir væru í halarófuleiknum. Og nú hefur íslensk danska flugfélagið sterling hætt flugi til egyptalands og SAS hyggjast hætta við ákveðna áfangastaði sem ekki eru taldir öryggir. Utanríkisráðuneytið hefur varað dönum við ákveðnum löndum þar sem þeir eru ekki taldir óhultir. Búið er að brenna nokkur sendiráð og ekki er talað um annað úti í búð eða í sjónvarpinu. SMS ganga þar sem fólk er hvatt til að sniðganga múslima í viðskiptum, önnur sms ganga þar sem hvatt er til að fólk versli meira kebab en venjulega, support your local muslim. Ég vona bara að Lars von trier endurgeri Do the right thing á danskrigrundu. Skrýtið tímabil sem við lifum á. Eiginlega bara gott að þessi póstur hvarf svona dullarfullt. Ég sé ekki fram á að geta gefið daglegan skammt af bloggi. Eða hver veit? Horfði á superbowl í gær. Fínn leikur. Leikmaðurinn sem var kallaður strætóinn og hálfleiksjó Rolling Stones var það sem vakti hvað mesta lukku.
Djöfull er kallt, æi maður á ekki að blóta. .... allavega ekki fyrr en á laugardaginn.
posted by Ha?, 10:40 PM

4 Comments:

því meira sem ég heyri af því sem í gangi er í danmörku, því meiri áhyggur hef ég af þér, óskari og heiðari...fariði varlega drengir, ég elska ykkur alla
commented by Blogger skallinn, 10:54 PM  
Það ríkir eitthvað ójafnvægi eftir að Duddinn fór sem erfitt verður að balancera...
commented by Anonymous Anonymous, 8:37 AM  
duddits thad er einhver fluttur í íbúdina thína
commented by Anonymous Anonymous, 11:10 AM  
Jamm jamm jamm, fékk líka endurgreitt hjá Elisabet. Hún er góð kona. Þakka þér fyrir upplýsingarnar. Þú ert líka góður strákur.
commented by Anonymous Anonymous, 1:43 PM  

Add a comment