Sunday, April 23, 2006
Seinkun á flugi FI216
Ég ætti, hefði allt gengið samkvæmt áætlun, að vera lentur í kaupmannahöfn, en vegna tæknibilunar hjá flugleiðum var sett á þessi ótrúlega seinkun að flugið er áætlað klukkan 03:00 í nótt en ekki 16:10 eins og áætlað. Svosem engin heimsendir langt því frá ég hef það bara fínt þótt að ég þurfi að vísu að mæta í tíma á morgun og að lítið verði um svefn í vélinni. Nei en það er samt eins og maður sé hérna í leyfisleysi, eins og maður sé staddur útaf vellinum. Skrýtin tilfinning og ekkert sérstaklega skemmtileg.
Stundum snjóar í apríl og haglélið lemur á gluggan á milli þess sem sólin er eins og ljóskastari inn um gluggan. Esjan er sjúkleg og ég held að skokkarar á sæbrautinni hljóti að grenja yfir fegurðinni meðan þeir hlaupa frá Laugarnestanga upp á Seltjarnarnes.
Ég hef tekið púlsinn á flestu mínu fólki hér og er ekki hægt að segja annað en að vinabuddan sé stór og að skildinga buddan verði ávallt minni, ómögulegt að koma þessu frá sér án þess að vera væminn. Ég gerði alls kyns hluti hérna í þessu fríi en sáttastur er ég þó við hversu vel tókst upp með að læra og sinna náminu. En duglegur var ég einnig á öðrum sviðum eins og sjá má á öðrum internetsíðum. Fólk gerir í því að reyna finna ný nöfn á mig og er ég hræddur um að hann nafni minn afi minn hafi aldrei nokkurn tíma gengist við slíkum fjölda viðurnefna. Ég þykist nú samt vita að þótt sum nafnna jaðri við að vera hreinn og beinn dónaskapur er það nú ekki meiningin að móðga mig og þó ég að jafnaði,hafi kanski ekki beint gaman af sumum af þessum nöfnum þá eru þau ákveðið krydd á tilveruna. Ég náði að keppa tvo körfuboltaleiki og spilaði ég með engum smá köppum. Við komumst í úrslit en ef flugvélinni seinkar ekki eitthvað mikið meir þá get ég ekki spilað með í þeim leik, því miður. En ég óska, Lærisveinum Lalla Árna í KR -B með Bigga Mikk innanborðs, góðsgengis.
Í kaupen er planið að flytja sig um setur, stúdera fræðin, rækta líkamann(en ég og Óskar ætlum að fara narta í lóðin), borða fisk(best í prófum), taka inn ginseng og jafnvel komast í hvítt te og kíkja á koncert/a.
Upp Upp mín sál og allt mitt geð.. segi ég nú bara, eins og Hallgrímur samdi og Megas söng svo skemmtilega um daginn, og vona að þú takir undir lesandi góður. Enda ekki annað hægt þegar Sumarið er svona handan við hornið og þú bara finnur f+kkings lyktina!!!
Stundum snjóar í apríl og haglélið lemur á gluggan á milli þess sem sólin er eins og ljóskastari inn um gluggan. Esjan er sjúkleg og ég held að skokkarar á sæbrautinni hljóti að grenja yfir fegurðinni meðan þeir hlaupa frá Laugarnestanga upp á Seltjarnarnes.
Ég hef tekið púlsinn á flestu mínu fólki hér og er ekki hægt að segja annað en að vinabuddan sé stór og að skildinga buddan verði ávallt minni, ómögulegt að koma þessu frá sér án þess að vera væminn. Ég gerði alls kyns hluti hérna í þessu fríi en sáttastur er ég þó við hversu vel tókst upp með að læra og sinna náminu. En duglegur var ég einnig á öðrum sviðum eins og sjá má á öðrum internetsíðum. Fólk gerir í því að reyna finna ný nöfn á mig og er ég hræddur um að hann nafni minn afi minn hafi aldrei nokkurn tíma gengist við slíkum fjölda viðurnefna. Ég þykist nú samt vita að þótt sum nafnna jaðri við að vera hreinn og beinn dónaskapur er það nú ekki meiningin að móðga mig og þó ég að jafnaði,hafi kanski ekki beint gaman af sumum af þessum nöfnum þá eru þau ákveðið krydd á tilveruna. Ég náði að keppa tvo körfuboltaleiki og spilaði ég með engum smá köppum. Við komumst í úrslit en ef flugvélinni seinkar ekki eitthvað mikið meir þá get ég ekki spilað með í þeim leik, því miður. En ég óska, Lærisveinum Lalla Árna í KR -B með Bigga Mikk innanborðs, góðsgengis.
Í kaupen er planið að flytja sig um setur, stúdera fræðin, rækta líkamann(en ég og Óskar ætlum að fara narta í lóðin), borða fisk(best í prófum), taka inn ginseng og jafnvel komast í hvítt te og kíkja á koncert/a.
Upp Upp mín sál og allt mitt geð.. segi ég nú bara, eins og Hallgrímur samdi og Megas söng svo skemmtilega um daginn, og vona að þú takir undir lesandi góður. Enda ekki annað hægt þegar Sumarið er svona handan við hornið og þú bara finnur f+kkings lyktina!!!
posted by Ha?, 8:34 PM
2 Comments:
commented by Linda, 11:36 PM
Já thad er aldrei ad vita linda?...En til hamingju med Kambsveginn.
commented by 4:36 PM
,
En sumrið er í loftinu Hjalti minn það er rétt og góðir hlutir að fara að gerast:)